BMW og Benz seljast vel

BMW selst sem aldrei fyrr en í fyrra seldust yfir tvær milljónir bifreiða og er það aukning um rúm 4% frá árinu á undan. Til samanburðar seldust eitt hundrað þúsund fleiri bílar af Mercedes Benz. Forsvarsmenn Mercedes geta líka glaðst en þar á bæ jókst salan um tæp 10% frá árinu 2016 og tróna því efstir hvað þessa lúxusbíla áhrærir.

Salan hjá BMW í jeppum jókst hvað mest og á stærstan þátt í aukinni sölu. Sala BMW X1 jókst um 14,7% og seldust yfir 200 þúsund bílar af þessari gerð á síðasta ári.

Mikil bjartsýni ríkir hvarvetna um að sala á nýjum bíla muni áfram verða góð á þessu ári enda hagvöxtur góður í mörgum löndum um þessar mundir.