Boddýhlutir og ljós

Varahlutaverslunin Stilling hf hefur nú byrjað að bjóða upp á boddýhluti og ljós  á hagstæðu verði í velflesta evrópska og asíska bíla. Þessir hlutir eru frá þýsku fyrirtæki sem heitir Prasco og teljast fyllilega sambærilegir við svokallaða „original“ hluti sem þó eru yfirleitt umtalsvert dýrari. Því til staðfestingar eru hlutirnir frá Prasco viðurkenndir af nokkrum helstu vottunar- og skoðunarfyrirtækjum í Evrópu, þeirra á meðal TŪV í Þýskalandi.

Prasco er stærsti framleiðandi boddýhluta í heiminum. Á vöruskrá Prasco eru um 17 þúsund vörunúmer. Hægt er að skoða það sem í boði er á netversluninni Partanet.

Stilling veitir kaupendum sérstakan 12% kynningarafslátt af boddýhlutum og ljósum fram til áramóta. Á lager eru boddýhlutir eins og bretti (ytri og innri), húdd, framstykki, stuðarar og grill í flesta algenga bíla þegar fyrirliggjandi en sé eitthvað ekki til, er það pantað án aukakostnaðar. (Gildir ekki um sérpantanir í flugi).