Bókstafurinn Q er almannaeign

The image “http://www.fib.is/myndir/AudiQ7.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/InfinitiQ45.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Audi Q7 og Nissan Infiniti Q45. Sátt um bókstafinn Q.

Fyrir tæpu ári var frétt hér á FÍB vefnum um um að Nissan hefði stefnt Audi fyrir rétt í Bandaríkjunum fyrir að nota bókstafinn Q sem gerðarauðkenni á nýja jeppann sinn, Audi Q7. –Við eigum hefðarrétt á Q í þessu samhengi því við höfum notað bókstafinn á Nissan Infiniti allt frá árinu 1989- sögðu Nissan menn. En nú er allt fallið í ljúfa löð og menn hjá Nissan og Volkswagen Group hafa hætt við málaferlin og sáttir um það að of langt sé seilst að reyna að fá einkaleyfi á einstökum bókstöfum hins latneska stafrófs.
Nissan í Bandaríkjunum lét það fara í taugar sínar þegar frumgerð Audi Q8 var fyrst kynnt og benti á að Nissan hafði notað gerðarauðkennin Q45 og QX4 á Infiniti bíla sína.
Mál af þessu tagi koma alltaf upp annað slagið og einhverjir muna sjálfsagt eftir því þegar Volvo ætlaði fyrir rúmum áratug síðan að auðkenna minni gerðir sínar sem S4 og F4. Þá urðu Audi menn afar ókátir og kröfðust þess að Volvo fyndi önnur gerðarauðkenni og bentu á að Audi nefndi einmitt eina gerð sína S4. S4 var aflmikil útgáfa af Audi A4. Volvo, sem á þeim tíma keypti dísilvélar af Audi, lét undan kröfunni og breytti gerðarauðkenninu í S40 og V40 þótt áður væri búið að senda út myndir af  S4 og F4 merkjunum til heimspressunnar.
Skemmra er síðan Fiat hætti á síðasta augnabliki við nafnið Gingo á nýjan smábíl vegna kröfu frá Renault sem taldi að nafnið Gingo minnti of mikið á Twingo. Sá bíll sem átti að heita Fiat Gingo er hin nýja Fiat Panda.
Nýjasta málið af þessu tagi er deila milli bandarískra umboðsaðila kínverskrar bílaverksmiðju sem framleiðir bíl undir nafninu Chery. Umboðsfyrirtækið undirbýr nú innflutning á Chery til Bandaríkjanna og GM hefur gert miklar athugasemdir undir hótunum um málssókn við Chery nafnið vegna þess hve það líkist nafninu Chevy. Chevy er bæði stytting á Chevrolet og gerðarauðkenni einstakra Chevrolet bíla. Hvaða nýtt nafn verður á Chery bílum í Bandaríkjunum er ekki enn ljóst.
The image “http://www.fib.is/myndir/Chery.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Chery frá Kína. Nafnið of líkt Chevy.