Bón- og þvottastöðin í Sóltúni opin á ný

http://www.fib.is/myndir/Bila(thorn).jpg

Bón og þvottastöðin í Sóltúni er tekin aftur til starfa eftir 5 mánaða hlé. Þessi rótgróna stöð er eina þvottastöð sinnar tegundar á Íslandi. Hún er algjörlega bursta og kústalaus. Allir bílar eru háþrýstiþvegnir, handþvegnir með sápu og tjöruhreinsi frá Mjöll Frigg, bónaðir með 2ja þátta bóni frá Sonax og loks þurrkaðir, allt á 10-12 mín. Þessi aðferð fer einkar vel með lakk bíla að því segir í frétt frá stöðinni.

Bón og þvottastöðin í Sóltúni býður félagsmönnum FÍB 10% afslátt af þjónstunni gegn framvísun gilds félagsskírteinis FÍB.