„Bónus-Harley“ frá Kóreu

The image “http://www.fib.is/myndir/HyosungGV650-2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hyosung í S-Kóreu hefur um all langt skeið framleitt lítil vélhjól og skellinöðrur en er að færa sig inn á framleiðslu stærri mótorhjóla. Topphjólið frá Hyosung um þessar mundir er Hyosung Aquila GV 650. Þetta er ferðahjól af þeirri gerð sem hér kallast stundum hippar. Það er reimdrifið, vélin í því er vatnskæld, tveggja strokka, átta ventla, 647 rúmsm, 70 ha. við 9.000 sn.mín. Hámarkshraði er 180 km/klst. og viðbragð frá 0-100 er rúmar 5 sek. Eigin þyngd er 218 kíló og bensíntankurinn tekur 17 lítra.
Félagar okkar á félagsblaði FDM í Danmörku, systursamtaka FÍB hafa reynsluekið þessu hjóli og láta allvel af. Þeir bera það saman við Suzuki V2 800 K5, Yamaha XV 650A Drag Star Classic og Kawasaki VN 800 Classic sem öll eru nokkru dýrari. Þeir láta vel af aksturseiginleikum, vinnslu og hemlum, en þó sérstaklega af útliti hjólsins og að margir sem séð hafi hjólið, hafi talið að þar færi nýjasta módelið af Harley Davidson V-Rod.
Það sem þeir finna að er að mælarnir sem eru stafrænir og verði ólæsilegir í sólskini og að aftursætið sé ómögulegt. Og þótt hjólið líkist Harley V-Rod þá sé nú mótorinn um það bil elmingi minni og verðið einungis einn þriðji af verði Harley.

The image “http://www.fib.is/myndir/HyosungGV650.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hyosung Aquila GV 650.