Borgin að ranka við sér?

Verja á um 232 milljónum króna til viðbótar til viðhalds gatna í Reykjavík í ár miðað við í fyrra. Áætlað er að 13-14 þúsund tonn af malbiki fari til viðhalds og viðgerða á götum borgarinnar og kostnaðurinn talinn verða 690 milljónir króna miðað við 458 milljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísir.is

Þetta eru ekki slæmar fréttir og gleðilegt að gagnrýni, m.a. frá FÍB á mjög slæmt ásigkomulag gatna í borginni hafi nú loks ýtt það vel við borgaryfirvöldum að þau hyggist

http://fib.is/myndir/Fors-1.2015.jpg

loks hefjast handa við úrbætur. FÍB hefur hefur gert alvarlegar athugasemdir við ástandið og að því er virðist viljaskort kjörinna fulltrúa borgarbúa til úrbóta og áhuga þeirra á að hygla fremur annarskonar umferð en bíla um hina víðlendu og dreifðu borg. Fjallað var ítarlega um ástand samgöngukerfis borgarinnar í síðasta tölublaði FÍB blaðsins og hið sama er aftur gert í nýjasta tölublaðinu sem nú er verið að dreifa til félagsmanna FÍB og annarra áskrifenda þess. Þá hefur ítrekað verið fjallað um þessi mál að undanförnu hér á fréttavef FÍB, t.d. hér.