Botninn loks tryggður

Kaskótrygging nær loks til undirvagns.
Kaskótrygging nær loks til undirvagns.

Tryggingafélögin eru nú að uppfæra kaskótryggingar bifreiða þannig að þær nái framvegis einnig til tjóna á undirvagni bíla. Breytingarnar taka yfirleitt gildi við næstu endurnýjun bifreiðatrygginganna.

    Í tilkynningu frá einu tryggingafélaganna segir að nú bæti kaskótryggingin  tjón sem verði á undirvagni, hjólbörðum og felgum ef ökutækið rekst niður í akstri, ef ekið er ofan í holu eða yfir grjót á vegi. Tekið er fram að með undirvagni sé átt við allt neðra byrði ökutækis og þann vél- og rafbúnað sem þar er að meðtalinni rafhlöðu rafbíls.

    Undanskildar eru þó skemmdir sem verða í utanvegaakstri, akstri á fjallvegum og akstri yfir ár, vötn og læki.