Bráðabirgðarbrúin yfir Steinavötn verður opnuð 4. október

Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn á suðausturlandi verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun miðvikudaginn 4. október. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa unnið af miklum þrótti frá því að gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku.

 Báðir brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar og fjöldi annarra starfsmanna stofnunarinnar hafa lagt mikið á sig til að ljúka þessu verki á svo skömmum tíma. 

Umferð gangandi vegfarenda hefur verið heimiluð yfir gömlu brúna. Skipulagðar ferðir eru á milli Hala og Hrollaugsstaða milli kl. 08:00 til 20:00. Farið er frá Hala á heila tímanum og á hálfa tímanum frá Hrollaugsstöðum. 

Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum.