Bresk bílaframleiðsla dróst saman um 20,8%

Bresk bílaframleiðsla dróst saman um 20,8% í júlí samanborið við sama mánuð fyrir ári síðan. Óvissan í þessum geira er mikil vegna kórónuverufaraldursins. Í júlí voru framleiddir 85.696 bílar á Bretlandseyjum en í júlí í fyrra voru þeir 108.239.

Samdráttur í bílasölu nemur tæpum 40% það sem af er þessu ári. Útflutningur hefur minnkað um 38,5 prósent það sem af er árinu 2020 en framleiðslu á heimamarkaði hefur minnkað um 44,5 prósent samkvæmt nýjustu tölum frá Félagi framleiðenda og söluaðila á vélum, SMMT, þar í landi.

Mike Hawes, framkvæmdastjóri SMMT, segir að þó staðan hafi oft verið betri er ekki ástæða til annars en að horfa fram á veginn með björtum augum. Hann segir lykilmarkaðir á heimsvísu séu smám saman að rétta úr kútnum og afkastageta bresku bílaverksmiðjana er að rétta úr kútnum. Sölutölur fyrir júlímánuð voru mun betri en síðustu þrjá mánuðina þar á undan.

,,Óvissan er slæm en við erum að berjast við efnahagslegan samdrátt og heimsfaraldur.  Þessi iðnaður hefur hvorki tíma né getu til að takast á við frekari áföll og það án Brexit samninga ofan á allt saman,” sagði Hawes.