Brimborg innkallar 113 Ford Edge bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf að innkalla þurfi dísel Ford Edge bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Um er að ræða 113 bifreiðar.  Ástæða innköllunarinnar er að hersla á kúplingu fyrir loftkælingu er mögulega ekki í lagi.

Viðgerð felst í að skipta um kúplingu fyrir loftkælingu. Aðgerðin er eigendum að kostnaðarlausu. Eigendum þessara bifreiða verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.