Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur

Hraðhleðslunet Brimborgar ásamt e1 appinu þjónar öllum gerðum fólksbíla, sendibíla, vörubíla, og hópferðabíla og opnar aðgang að öllum hraðhleðslustöðvum Brimborgar - í e1 appinu! Þar er hægt að finna, hlaða og greiða í hleðslustöðvar á einum stað.

Brimborg og e1 hafa hafið samstarf og opnað tvær fyrstu hraðhleðslustöðvar Brimborgar sem eru nú aðgengilegar öllum rafbílanotendum í gegnum e1 appið. Brimborg styður með þessum hætti við íslensk sprotafyrirtæki og hraðar orkuskiptunum með því að auðvelda rafbílanotendum að hlaða allar stærðir og gerðir rafbíla. Hraðhleðslunet Brimborgar ásamt e1 appinu þjónar öllum gerðum fólksbíla, sendibíla, vörubíla, og hópferðabíla og opnar aðgang að öllum hraðhleðslustöðvum Brimborgar - í e1 appinu! Þar er hægt að finna, hlaða og greiða í hleðslustöðvar á einum stað.

Nú hafa tvær fyrstu hraðhleðslustöðvar Brimborgar verið opnaðar við Jafnasel 6 í Breiðholti (á stæðinu hjá MAX1 og Vélalandi við hliðina á Krónunni og Sorpu) með alls fjögur tengi.

Önnur stöðin er 120kW og hin 60kW. Brimborg mun nota e1 bakendakerfið og appið til að reka, aðgangsstýra og greiðslumiðla öllum sínum hraðhleðslustöðvum en auk fyrrgreindra stöðva mun Brimborg opna í sumar eina stærstu hraðhleðslustöð landsins í Reykjanesbæ sem verður 600kW og getur hlaðið 8 rafbíla af öllum stærðum og gerðum samtímis” segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.