Brimborg stækkar bílaþjónustunetið

Brimborg stækkar þjónustunetið og eykur þjónustu við bíleigendur þeirra merkja sem Brimborg er umboðsaðili fyrir með því að bæta við tveimur verkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vélaland bílaverkstæði.

Vélaland bílaverkstæði er nú orðið formlegur þjónustuaðili fyrir Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á höfuðborgarsvæðinu. Vélaland bílaverkstæði eru tvö talsins og eru staðsett í Jafnaseli 6 í Breiðholti og Dalshrauni 5 Hafnarfirði.

Brimborg leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi. Öll verkstæði Brimborgar eru aðilar að Bílgreinasambandinu (BGS).