Brúartollur milli Svíþjóðar og Noregs

The image “http://www.fib.is/myndir/Svinesund.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þann 12. júní verður opnuð ný hraðbrautarbrú á E6 hraðbrautinni milli Gautaborgar í Svíþjóð og Osló í Noregi. Brúin er yfir Svínasund á landamærum Svíþjóðar og Noregs. Á sumrin er mikil umferð sumarleyfisfólks um Svínasund og gamla brúin sem þarna er hefur verið slæmur flöskuháls og um miklar ferðahelgar hefur fólk oft þurft að bíða í hátt í tvo tíma eftir að komast yfir.
Ókeypis verður að aka um nýju brúna frá opnun hennar og fram til 1. júlí. Eftir það verður innheimtur vegtollur. Hann verður um 200 ísl. krónur fyrir bíla undir 3,5 tonna heildarþyngd. Hægt verður að borga vegtollinn með greiðslukortum eða peningum.