Búið að selja Chrysler


The image “http://www.fib.is/myndir/Chrysler%20Durango.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Fyrir stundu var formlega tilkynnt um að DaimlerChrysler hefði selt 80,1% hlutabréfa í Chrysler fyrir 5,5 milljarða evra. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Cerberus. DaimlerChrysler á áfram 19,9% hlutabréfa. Í kjölfar sölunnar fellur Chrysler úr nafni DaimlerChrysler sem framvegis mun heita Daimler AG. Samningar um söluna milli DaimlerChrysler og Cerberus náðust um helgina.

Kaupverðið, fyrrnefndir 5,5 milljarðar evra, verður borgað þannig að 3,7 milljarðar fara til upp í lífeyris- og tryggingaskuldbindingar Chryslers gagnvart starfsfólki, einn milljarður rennur til Daimler AG (Mercedes Benz) og 800 milljónir evra fara til að styrkja bíllánafyrirtæki Chrysler. Auk þess skuldbindur Mercedes sig til að lána Chrysler nokkra fúlgu svo Chrysler geti greitt upp eldri óhagstæð lán. Í raun þýðir salan því það að Mercedes þarf að punga út með um 500 milljónir evra til að losna við Chrysler.