Býður nýja Citroen bíla með 5 ára ábyrgð

Brim­borg býður nú alla nýja Citroen­bíla með fimm ára ábyrgð. Um er að ræða víðtæka verk­smiðju­ábyrgð sem gild­ir fyr­ir bæði fólks­bíla og sendi­bíla Citroen.

„Fimm ára ábyrgð Citroen er mik­il­væg­ur þátt­ur í að styrkja sam­band okk­ar við eig­end­ur bíl­anna. Í eig­enda og þjón­ustu­hand­bók ásamt  viðauka við skil­mála Citroen finn­ur þú grein­argóða lýs­ingu á ábyrgðinni, skyld­um Citroen og Citroen eig­enda, upp­lýs­ing­ar um það sem ábyrgðin nær og nær ekki til, ábyrgð gagn­vart gegn­um­tær­ingu, ábyrgð á vara­hlut­um, tak­mörk­un ábyrgðar, skýrsl­ur um reglu­bundið viðhald, ryðvarn­ar­eft­ir­lit, skýrsl­ur um end­ur­nýj­un kíló­metra­telj­ara, síma- og net­fanga­skrá, upp­lýs­ing­ar um þjón­ustu­tíma deilda, auk annarra hag­nýtra upp­lýs­inga,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Til að upp­fylla ábyrgðar­skil­mál­ana þarf að fara með nýja Citroen­bíl­inn í reglu­bundið þjón­ustu­eft­ir­lit. For­send­ur ábyrgðar eru reglu­legt þjón­ustu­eft­ir­lit á 12 mánaða eða 15.000 km fresti hvort sem kem­ur á und­an. Kaup­andi ber kostnað af þeim.

All­ir viður­kennd­ir þjón­ustuaðilar Citroen geta ann­ast viðgerðir sem falla und­ir ábyrgðina.