Cadillac ATS

Cadillac ATS frá General Motors hefur verið útnefndur bíll ársins 2013 í Bandaríkjunum af nefnd bandarískra bílablaðamanna. Bíll ársins var að venju útnefndur á fyrsta blaðamannadegi fyrir almenna opnun bílasýningarinnar í Detroit. Atburðurinn átti sér stað fyrr í dag.

Cadillac ATS er nýr bíll sem ætlað er að keppa á markaði við BMW 3 línuna. Ný-endurhannaður Ram pallbíll frá Chrysler var útnefndur pallbíll/jeppi ársins 2013.  

Í öðru sæti sem fólksbíll ársins hjá bílablaðamönnum í Bandaríkjunum varð endurhannaður Honda Accord  og í því þriðja varð Ford Fusion.

Í öðru sæti fyrir pallbíla, jeppa og nytjabíla (bíla sem Bandaríkjamenn nefna Truck/Utility) varð ný Mazda CX-5 og í því þriðja Ford C-Max..