Cadillac CTS Coupé er uppáhald gesta í Detroit

http://www.fib.is/myndir/CTS-coupe.jpg
Cadillac CTS Coupé.

Bílasýningin í Detroit var opnuð almenningi sl. laugardag og nú er orðið ljóst að sá sýningargripur sem mest aðdráttarafl hefur er hugmyndarbíllinn Cadillac CTS Coupé.

Reyndar er varla hægt að tala um hugmyndarbíl lengur því að framleiðsla á honum hefst sumarið 2009 og verður fyrsta framleiðsluserían árgerð 2010. Í Evrópu verður bíllinn seldur með nýrri 2,9 lítra dísilvél. Hún er 250 hestafla og með 550 Newtonmetra vinnslu. Ný gerð af útblásturshreinsibúnaði verður við hana sem sögð er hreinsa útblásturinn betur en hingað til hefur verið mögulegt.

Cadillac CT Coupé er nokkurnveginn jafn langur og venjulegur CTS og lengd milli hjóla er sú sama. Meginmunurinn er sá að Coupé er 10 sentimetrum lægri og afturrúðan er mjög hallandi fram á við sem auðvitað þrengir að í aftursætinu en gefur bílnum sportlegra útlit. Þá er hann tveggja dyra en ekki fjögurra og enginn gluggapóstur er milli fremri og aftari hliðarglugga.