Carlos Sainz áfram efstur

http://www.fib.is/myndir/CarlosS_VW.jpg
Carlos Sainz á fullu.

Carlos Sainz á Volkswagen Touareg var með besta tímann í áfanga gærdagsins – hinum fjórða -  í Dakar rallinu. Hann er áfram efstur og á hæla hans kemur Al-Attyah frá Qatar á BMW X3  og sænski aðstöðarökumaðurinn Tina Thörner. Eins og stendur eiga þeir Sainz og Al-Attyah í hörðu einvígi um efsta sætið en þar sem einungis fjórum áföngum af fjórtán er lokið getur allt gerst og ekkert er enn gefið.

Keppni gærdagsins milli þeirra Sainz och Al-Attiyah var mjög hörð og lengi óku þeir samhliða með veginn á milli sín. Svo sprakk dekk hjá Sainz en hann náði að koma nægu lofti í það til að ná í mark á besta tímanum.

Áfanginn í dag verður keppendum erfiður. Sérleið dagsins er 500 kílómetrar og liggur um eyðimerkursandhóla að stórum hluta.

Staða efstu bílaáhafna við lok fjórða áfanga er þessi:

1. Sainz, Volkswagen 12h47:45
2. Al Attiyah, BMW + 3:46
3. De Villiers, Volkswagen + 11:33
4. Peterhansel, Mitsubishi + 15:41
5. Roma, Mitsubishi + 20:00
6. Miller, Volkswagen + 20:05
7. Terranova, BMW + 24:30
8. Alphand, Mitsubishi + 41:11
9. Gordon, Hummer + 46:45
10. Holowczyc, Nissan + 47:39