Caterham Seven fimmtugur

http://www.fib.is/myndir/Caterham-Seven.jpg
Caterham Seven.

Á næsta ári verða 50 ár frá því fyrsti  Caterham 7 – eða Seven, eins og hann kallast í daglegu tali breskra – leit dagsins ljós. Af því tilefni er verið að undirbúa mikla afmælishátíð af núverandi framleiðanda sem er Caterham Cars. Fyrirtækið er búið að tryggja sér Donington Park kappakstursbrautina helgina 2.-3. júli. Búist er við fjölda eigenda og áhugamanna Seven-bíla úr gervallri veröldinni þangað til að mæra þennan einn algengasta keppnisbíl veraldarinnar.

Caterham var hannaður af kappakstursmanninum og bílahönnuðinum Colin Chapman og nefndist upphaflega Lotus Seven. Bíllinn var eiginlega hálfgert hliðarverkefni Chapmans þegar hann vann að sportbíl sem nefndur var Lotus Elite. En Seven hefur staðist tímans tönn betur og er ennþá einskonar viðmiðunarbíll hvað varðar veggrip og stöðugleika.

Öll áhersla við hönnun hans var á léttleika og einfaldleika og sagt er að Chapman hafi haft að einkunnarorðum við hönnunina – Því minna, þeim mun betra,- Bíllinn var fyrst og fremst hugsaður sem keppnisbíll fyrir áhugamenn til notkunar á keppnisbrautunum í Bretlandi utan hefðbundins keppnistímabils. http://www.fib.is/myndir/Caterham_seven-L.jpg

Núverandi rétthafi og aðal framleiðandi Seven í dag er Caterham og fæst hann bæði sem „kit“ eða ósamansettur eða sem fullbúinn. Sem fullbúiinn bíll fæst hannbæði sem keppnisbíll eingöngu og sem löglegur götu- og vegabíll.
Hægt er að fræðast meir um Seven á heimasíðu Caterham.