Chevrolet -09 gegn Chevrolet -59

Það er velþekkt staðreynd að mikið hefur áunnist á undanförnum 50 árum í því að gera bíla sem öruggasta úr garði. Í árekstri sem settur var á svið í Bandaríkjunum nýlega í tilefni af 50 ára afmæli bandarísku umferðaröryggisstofnunarinnar IIHS má að einhverju leyti mæla árangurinn. Í honum sést að nokkru hversu miklu óöruggari nútímabíll er í árekstri en lúxusbíll sem byggður var fyrir hálfri öld.

http://www.fib.is/myndir/Chevrolet-belair-59.jpg  

http://www.fib.is/myndir/Chevrolet-Malibu_09.jpg

Chevrolet Bel Air 1959 að ofan og Chevrolet Malibu 2009.

 

 

 

 

 

 

 

Árekstursprófið var gert á vegum IIHS sem á þessu ári fagnar 50 ára afmælli sínu. Bílarnir voru látnir rekast saman horn á horn, eins og gerist í flestum framanáárekstrum. Bílarnir voru Chevrolet Bel Air frá 1959 og glænýr Chevrolet Malibu árgerð 2009. Gamli bíllinn var sannarlega engin ryðdós, heldur í mjög góðu ástandi og óryðgaður.

 Áreksturinn var látinn gerast horn á horn eða –Offset, eins og það kallast og hraði beggja bíla þegar þeir rákust saman var 40 mílur á klst. eða 64 km/klst. á kvikmyndinni af árekstrinum sem sjá má á Youtube vefnum sést hvernig nýi bíllinn sem einnig er nokkru minni um sig en gamli Lettinn, sker gamla bílinn upp og bókstaflega fer inn í bílstjórasætið í gamla bílnum. Ólíklegt er að ökumaður hans, hefði hann einhver verið, hefði lifað áreksturinn af. Gamli Bel Air bíllinn fór hreinlega í klessu.

 Á vegum IIHS var talsvert lagt í það að finna gott eintak 50 ára gamals bíls í þetta áreksturspróf. Loks fannst Chevrolet Bel Air bíllinn sem var sem fyrr segir í fullkomnu lagi og óryðgaður með öllu. Bíllinn var með 6 strokka 3,9 lítra línuvél og kostaði 8.500 dollara.