Chevrolet hefur aldrei gengið betur

Chevroletbílar hafa aldrei fyrr í sögu GM selst betur á hálfs árs tímabili en nú. Frá áramótum og til loka júní seldust alls 2.350 þúsund bílar af Chevrolet tegund í heiminum. Það er ekki síst Chevrolet Cruze sem gengur vel. Af honum hafa selst 800 þúsund eintök og salan aukist frá upphafi ársins um 132 prósent.

Alls hafa 286.499 fleiri Chevrvoletbílar selst á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í prósentum talið er þetta 14% aukning. Aukningin hefur mest verið á einmitt fimm mikilvægustu markaðssvæðum Chevrolet.

Eitt þessara fimm mikilvægu svæða er Rússland en þar jókst salan á Chevrolet um hvorki meira né minna en 54%. Í heimalandinu Bandaríkjunum var aukningin 16% og í Kína 15%.