Chevrolet söluhæstur
Samtals voru nýskráðir 566 nýir fólksbílar frá upphafi ársins til og með sl. föstudegi, 1. apríl 2011. Af einstökum tegundum fólksbíla voru Chevroletbílar flestir; 122 (21,6%), Toyota 108 (19,1%), Volkswagen, 50 (8,8%). Kia 40 (7,1%), Honda 34 (6%), Nissan 33 (5,8%) og Skoda 32 (5,7%).
Af þessum 566 nýju bílum eru 295 með bensínvélum en 271 ganga fyrir öðrum orkugjöfum, langflestir þeirra eða 215 fyrir dísilolíu. Þá er fjórhjóladrof ennþá greinilega vinsælt á Íslandi því að 218 af bílunum 566 eru fjórhjóladrifnir. Vinsælasti jeppinn er greinilega Toyota LandCruiser 150 en 40 slíkir bílar voru nýskráðir frá áramótum til 2. apríl.
English
							
				
 Gerast Félagi
 Eldsneytisvaktin
					
					
					
					
					
					
