Chevrolet söluhæstur

Samtals voru nýskráðir 566 nýir fólksbílar frá upphafi ársins til og með sl. föstudegi, 1. apríl 2011. Af einstökum tegundum fólksbíla voru Chevroletbílar flestir; 122 (21,6%), Toyota 108 (19,1%), Volkswagen, 50 (8,8%). Kia 40 (7,1%), Honda 34 (6%), Nissan 33 (5,8%) og Skoda 32 (5,7%).

Af þessum 566 nýju bílum eru 295 með bensínvélum en 271 ganga fyrir öðrum orkugjöfum, langflestir þeirra eða 215 fyrir dísilolíu. Þá er fjórhjóladrof ennþá greinilega vinsælt á Íslandi því að 218 af bílunum 566 eru fjórhjóladrifnir. Vinsælasti jeppinn er greinilega Toyota LandCruiser 150 en 40 slíkir bílar voru nýskráðir frá áramótum til 2. apríl.