Citroën Opel brenna oftast

The image “http://www.fib.is/myndir/CitroenXM.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Á síðasta ári var tilkynnt um 6100 bruna í bílum til sænskra tryggingafélaga. Slökkvilið var kallað til í 3600 tilfellanna. Tölfræði sem tryggingafélagið Folksam hefur unnið sýnir að þeir bílar sem oftast koma við sögu þegar eldar kvikna í bílum eru Citroën XM90, Opel Frontera, Peugeot 605.
Að meðaltali er hættan á að í bíl kvikni einungis 1,83 á móti þúsund á ári. Flestir bílbrunar eru smávægilegir og verða út frá bilunum í rafkerfi að sögn rannsóknastjóra Folksam við Aftonbladet. Folksam hefur tekið saman lista yfir þær bíltegundir og –gerðir sem við þessa sögu koma. Þegar rýnt er í hann kemur í ljós að þótt nýlegar fréttir greini frá brunum í bílum úr tiltekinni seríu af Peugeot 307 þá er Peugeot 307 alls ekki háskalegur bíll að þessu leyti í samanburði við aðra bíla.
Sá bíll sem oftast hefur komið upp eldur er Citroën XM90, 60 tilvik eru skráð um bíla af þessari gerð og áhættan er 9,14 á móti þúsund á ári. Brunaáhættan í Opel Frontera 8,38:1000 á ári. Brunaáhættan í Peugeot 605 er 8,04:1000 á ári, áhættan í Renault Laguna er 7,90:1000 á ári og í Hyundai Sonata er hún 7,12:1000.
Minnsta brunaáhættan er í Toyota Avensis. Engin skráð brunatilfelli finnast um þann bíl. Sjá listann frá Folksam hérna.