Costco með mun ódýrari dekk - verðkönnun

Costco býður Michelin dekk á hagstæðu verði
Costco býður Michelin dekk á hagstæðu verði

Bandaríska verslunarkeðjan Costco opnar fjórtán þúsund fermetra verslun við Kauptún í Garðabæ á morgun. Costco er þriðja stærsta smásölukeðja í heimi og í versluninni verður mikið vöruúrval, allt frá matvöru yfir í dekk og bensín. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að sala á eldsneyti hófst í gær þar sem bifreiðaeigendum býðst lítraverð á bensíni á 169,9 krónur sem er mun lægra verð en í boði hefur verið hér á landi.

FÍB heimsótti Costco í Kauptúni til að kanna verð og dekkjaframboð sem verður í versluninni. Verðkönnun tekur ekki til allra dekkja sem Costco býður uppá. Costco er við opnun eingöngu að bjóða viðskiptavinum sínum Michelin hjólbarða og til að fá samanburð var verð á dekkjum og dekkjaþjónustu kannað hjá N1 sem er umboðsaðili Michelin á Íslandi.

Í þessari athugun kemur í ljós að verð á Michelin dekkjum hjá Costco er töluvert ódýrara en almenningi hefur boðist fram að þessu. Í því sambandi má nefna að gangurinn með umfelgun og jafnvægistillingu á 15 tommu dekkjum, 195/65, undir fólksbíl kostar 46.396 krónur hjá Costco en hjá N1 68.768 krónur. Félagsmenn í FÍB njóta afsláttarkjara hjá N1 og þá er verðmunurinn heldur minni. 

 

Það skal tekið fram að viðskiptavinum Costco býðst að kaupa hjólbarða í stykkjatali og innifalin er þjónustan sem þeir sjálfir reka, umfelgun og jafnvægistilling. Til að njóta þessara kjara hjá Costco kostar ársaðild fyrir einstaklinga 4.800 krónur en fyrirtækjaaðild kostar 3.800 fyrir árið.

Hér fyrir neðan geta bifreiðaeigendur séð niðurstöðuna í samanburðinum sem gerður var í dag.  Upplýsingarnar um verðin hjá Costco fengust í versluninni við Kauptún í Garðabæ. Upplýsingar um verð á hjólbörðum hjá N1 eru teknar af heimasíðu fyrirtækisins og verð fyrir dekkjaskipti byggir á upplýsingum frá N1 við Ægissíðu í Reykjavík. Hér að neðan eru verðdæmi: 

 

** N1 hafði samband við FÍB vegna verðkönnunarinnar þar sem borin eru saman verð á Michelin hjólbörðum. N1 segir að vegna mistaka hafi röng verð verið inni á heimasíðu þeirra á tveimur 17 tommu dekkjum. N1 sendi eftirfarandi erindi til FÍB út af þessu: ,,Mistök felast í því hjá okkur að ennþá er lager bakvið eldra munstursnúmerið í Michelin Cross Climate sem er frá síðasta vori en nýtt vörunúmer kom nú í vor frá Michelin og eins og sést er töluverður mismunur.“  Síðan segir í erindi N1 að eldri  vörunúmerin hafi verið tekin úr umferð þannig að þau muni hætta að birtast á netinu.

Það er jákvætt að fyrirtæki á markaði lækki verð en verðsamanburðurinn í gær byggði alfarið á uppgefnum verðum á heimasíðu N1 sem nú hefur verið breytt að hluta.

 


Verð samkv. heimasíðu N1 

Verð samkv. heimasíðu N1

Verð samkv. heimasíðu N1

Verð samkv. heimasíðu N1


Verð samkv. heimasíðu N1

 

Verð samkv. heimasíðu N1.  N1 segir að þetta sé rétt samanburðardekk en það hefur auka + í nafninu en dekkið hjá Costco hefur ekki + í nafninu líkt og dekkið sem FÍB tók niður upplýsingar um á heimasíðu N1 í gær.

Verð samkv. heimasíðu N1  22. maí 2017 ** sjá skýringu að ofan. 

Verð samkv. heimasíðu N1

Verð samkv. heimasíðu N1.  **Rétt verð samkvæmt upplýsingum frá N1. Hitt Cross Climate 98V TL dekkið hér undir sem var á heimasíðu N1 var rangt verðlagt, sjá nánar í skýrinum hér að ofan.

Verð samkv. heimasíðu N1

Verð samkv. heimasíðu N1

Verð samkv. heimasíðu N1

Verð samkv. heimasíðu N1