Dacia Duster framleiddur í tveimur milljónum eintaka

Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia Duster fagnar því um þessar mundir að hafa selt bílinn í tveimur milljónum eintaka. Bíllinn kom fyrst á markað 2010 og hefur salan á honum vaxið jafnt og þétt.

Það var markmið hönnuða og framleiðanda bílsins að koma með á markað fjórhjóladrifinn bíl og vel hannaðan með fjölskyldur í huga. Ennfremur hefur verðið á bílnum verið hagstætt og það er ein meginástæða fyrir því hvað bíllinn hefur selst í 60 löndum víðs vegar um heim.

Þegar rýnt er í tölur um bílinn kemur í ljós að konur í Bretlandi eru í meiru hluta sem festa kaup á bílnum. Yngri kaupendur og barnafjölskyldur í suður Evrópu hafa einnig tekið bílnum vel. 56% kaupenda bílsins segjast hafa keypt bílinn vegna verðsins.

Mikilvægustu markaðir Dacia Duster eru fimm, þar sem Frakkland er í 1. sæti með um 455 þúsund nýskráningar frá 2010. Ítalía er næst stærsti markaðurinn með 258 þúsund bíla, Þýskaland með 211 þúsund, Tyrkland 152 þúsund og Spánn 124 þúsund bíla.