Dacia Duster framleiddur í tveimur milljónum eintaka
Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia Duster fagnar því um þessar mundir að hafa selt bílinn í tveimur milljónum eintaka. Bíllinn kom fyrst á markað 2010 og hefur salan á honum vaxið jafnt og þétt.
Það var markmið hönnuða og framleiðanda bílsins að koma með á markað fjórhjóladrifinn bíl og vel hannaðan með fjölskyldur í huga. Ennfremur hefur verðið á bílnum verið hagstætt og það er ein meginástæða fyrir því hvað bíllinn hefur selst í 60 löndum víðs vegar um heim.
Þegar rýnt er í tölur um bílinn kemur í ljós að konur í Bretlandi eru í meiru hluta sem festa kaup á bílnum. Yngri kaupendur og barnafjölskyldur í suður Evrópu hafa einnig tekið bílnum vel. 56% kaupenda bílsins segjast hafa keypt bílinn vegna verðsins.
Mikilvægustu markaðir Dacia Duster eru fimm, þar sem Frakkland er í 1. sæti með um 455 þúsund nýskráningar frá 2010. Ítalía er næst stærsti markaðurinn með 258 þúsund bíla, Þýskaland með 211 þúsund, Tyrkland 152 þúsund og Spánn 124 þúsund bíla.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

