Dacia Sandero hlaut 4 stjörnur

Lágverðsbíllinn Dacia Sandero frá Rúmeníu spjaraði sig nokkuð vel í árekstursprófi Euro NCAP nýlega og hlaut fjórar stjörnur af fimm.

Dacia er í eigu Renault og er umræddur Sandero að nokkru byggður á næst síðustu kynslóð Renault Clio. Hann er nokkru stærri en Clio var. Megináhersla framleiðandans er á

http://www.fib.is/myndir/Chevy-trax.jpg
http://www.fib.is/myndir/RenaultCaptur.jpg
http://www.fib.is/myndir/Dacia-sandero.jpg
http://www.fib.is/myndir/Niss-Evalia.jpg

einfaldleikann og að íþyngja bílnum ekki með alls konar tæknibúnaði sem bæði hækkar verðið og eykur hættu á bilunum. Dacia Sandero er um þessar mundir að koma á markað í hverju Evrópulandinu af öðru og kostar frá tæplega  10 þúsund evrum. Þrjár vélargerðir eru í boði. Sú fyrsta er 1,2 lítra Renault bensínvél af eldri gerð. Önnur vélin er nýjasta bensínvélin frá Renault, sú sem hönnuð var fyrir nýjustu kynslóð Clio. Hún er 0,9 lítrar að rúmmáli, þriggja strokka og mjög sparneytin þótt hestöflin séu tæplega 100. Loks fæst Sandero með dísilvél. Sjálfur bíllinn fæst svo í tveimur megingerðum; Sandero og Sandero Stepway sem er nokkuð upphækkaður og styrktur. Báðar gerðirnar fást svo í nokkrum útfærslum hvað varðar búnað og frágang.

Talsmaður Euro NCAP segir að fjögurra stjörnu árangur Sandero sé ánægjuefni sem sýni að öryggisþættir þessarar ódýru bifreiðategundar séu á réttri leið, enda þótt Sandero eigi nokkuð í land með að standa jafnfætis öruggustu bílum. En Sandero sé hvað varðar verð í flokki með ódýrustu smábílum, en samt stærri en þeir. Hann sé því góður kostur fyrir ungar fjölskyldur með ekki of rúm fjárráð. 

Í þessari sömu prófunarlotu Euro NCAP voru einnig prófaðir Chevrolet Trax, Renault Captur og Nissan Evalia, en allir eru bílarnir þeirrar gerðar sem kallast minni fjölnotabílar. Chevrolet Trax og Renault Captur fengu fullt hús eða fimm stjörnur og Sandero fjórar, sem fyrr er sagt. Nissan Evalia olli hins vegar vonbrigðum og hlaut einungis þrjár stjörnur. Yfirbygging bílsins reyndist of veikbyggð og rifnaði og gekk í sundur í hinum tilbúnu árekstrum sem að venju voru framanákeyrslur og hiðarárekstrar. Sjá nánar á vef Euro NCAP.