Allt að 89% verðmunur á bílatryggingu

Töluverður verðmunur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatryggingar í könnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Leitað var tilboða hjá eftirtöldum tryggingafélögum: Sjóvá, VÍS, TM og Verði. Spurt var um verð í tryggingar á sex mismunandi bílum. Tryggingartakar voru á ýmsum aldri, bæði karlar og konur. Í þessari könnun var aðeins spurt um ökutækjatryggingu án afsláttar sem tengjast tryggingarpökkum.

Mesti verðmunur reyndist á heildarökutækjatryggingu, skyldu- og kaskótrygging, hjá ungum manni sem var að tryggja Toyota Auris árgerð 2016. Hæsta tilboðið reyndist vera 89%  hærra en það ódýrasta. TM bauð 325.641 kr. í trygginguna en tilboð VÍS var 172.340 kr. Lægsti verðmunurinn í þessari könnun reyndist vera 15,8% vegna vátryggingar á Ford Focus árgerð 2018 en eigandi þess bíls var kona fædd 1980.

Sjá má könnunina í heild sinni hér undir.

Hafa verður í huga að mismunandi eigin áhætta getur verið á milli félaga. Sjá nánar í texta undir könnunni.

Samanburður milli tryggingafélaga