Dagsverk með félagsmönnum í yfir 30 ár

FÍB hefur átt mjög gott samstarf við Dagsverk ehf á Egilsstöðum í yfir þrjá áratugi. Dagur Kristmundsson stofnandi og eigandi fyrirtækisins hefur verið ,,kallinn í brúnni” allan þennan tíma.

Fjölskylda Dags hefur tekið virkan þátt í starfi og þjónustu fyrirtækisins frá upphafi og núna er Kristmundur Dagsson er virkur í rekstrinum með föður sínum.

Dagsverk er eitt af öflugum samstarfsfyrirtækjum FÍB Aðstoðar vítt og breitt um landið.

Þjónustusvæði Dagsverks er mjög víðfermt bæði á Héraði og niðri á fjörðum. Þjónustulipurð og lausnamiðað verklag hefur einkennt vinnubrögð þeirra feðga og starfsmanna þeirra allan samstarfs tímann.