Dakar á lokasprettinum

The image “http://www.fib.is/myndir/Alphand.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Luc Alphand.

Dakar rallið er nú á lokasprettunum og þessa stundina eru keppendur að aka þrettánda áfangann af fimmtán. Áfanginn er frá Labe í Gíneu til Tambacounda í Senegal. Áfanginn í dag er talinn mjög erfiður enda í fjöllóttu landi í allt að 1000 m hæð yfir sjó.
Talsvert hefur fækkað í keppendahópnum að undanförnu og í 11. áfanga í fyrradag bar það helst til tíðinda að Jytta Kleinschmidt sem ekur Volkswagen  hætti keppni eftir að hafa ekið útaf og á tré. Við áreksturinn skemmdist undirvagn og drifbúnaður bílsins það mikið að ekki reyndist unnt að koma honum í lag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir hana og aðstoðarökumann hennar, hina ítölsku Fabrizia Pons. Báðar eru þær miklar keppniskonur og í þessari keppni meðal þeirra fremstu. Jytta Kleinschmidt sigraði reyndar í Dakar rallinu árið 2001 á Mitsubishi. Þá var aðstoðarökumaður hennar Andreas Schulz. Schulz sigraði svo aftur 2003, þá með Hiroshi Masuoka. Í keppninni nú er Schulz aðstoðarökumaður Spánverjans Carlos Sainz sem ekur Volkswagen.
Frakkinn Stephane Peterhansel sem ekur Mitsubishi hafði náð afgerandi forystu um miðbik keppninnar en saxast hefur á forskot hans og eftir 12. áfanga í gær er hann dottinn ofan í fjórða sæti. Staðan er að öðru leyti þessi eftir 12. áfanga:
Bílar
1. 302  ALPHAND (FRA) /PICARD (FRA) MITSUBISHI 46:25:52
2. 305 DE VILLIERS (S.AFR.) / THORNER (SVÍÞ.) VOLKSWAGEN 46:46:23
3. 304 ROMA (SP) / MAGNE (FRA) MITSUBISHI 47:46:38
4. 300 PETERHANSEL (FRA) / COTTRET (FRA) MITSUBISHI 49:16:57
5. 309 MILLER (USA) / VON ZITZEWITZ (ÞÝS) VOLKSWAGEN 49:25:45
6. 314 SCHLESSER (FRA) / BORSOTTO (FRA) SCHLES-FORD-RAID 50:10:45
7. 311 SOUSA (PORT) / LURQUIN (BEL) NISSAN 51:30:58
8. 301 SABY (FRA) / PERIN (FRA) VOLKSWAGEN 54:25:20
9. 322 CHICHERIT (FRA) / BAUMEL (FRA) BMW 54:31:02
10. 315 MAGNALDI (FRA) / DEBRON (FRA) SCHLES-FORD-RAID 54:38:17
11. 307 SAINZ (SP) / SCHULZ (ÞÝS) VOLKSWAGEN 56:12:55

Mótorhjól
1.  002  COMA (SP)  KTM  47:01:21
2. 001 DESPRES (FRA) KTM 47:34:00
3. 006 SALA (ITA) KTM 48:46:36
4. 009 BLAIS (USA) KTM 49:08:11
5. 004 DE GAVARDO (CHI) KTM 49:28:16

Trukkar
1.  508  CHAGIN (RUS) / YAKUBOV (RUS) / SAVOSTIN (RUS) KAMAZ 61:20:49
2. 524 STACEY (HOL) / GOTLIB (BEL) / DER KINDEREN (HOL) MAN 64:21:47
3. 500 KABIROV (RUS) / BELYAEV (RUS) / MOKEEV (RUS) KAMAZ 64:56:13
4. 513     DE AZEVEDO (BRA) / MARTINEC (TÉKK) / JUSTO (BRA) TATRA 66:37:14
5. 501 SUGAWARA (JAP) / HAMURA (JAP) HINO 70:13:16