Danir aka í gömlum bílum

The image “http://www.fib.is/myndir/Fiat26.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Samdráttur í sölu nýrra bíla í Danmörku sl. fimm ár frá því sem var síðustu fimm ár liðinnar aldar hefur leitt til þess að meðalaldur bíla hefur hækkað á tímabílinu úr 8,2 árum í 9,2 ár. Þetta er hæsti meðalaldur danska bílaflotans í 12 ár.
Sala nýrra bíla í Danmörku tók nokkurn kipp í fyrra og hefur lítillega aukist á þessu ári. Vöxturinn er þó ekki nægur til að lækka meðalaldurinn svo neinu nemi. Hinn hái meðalaldur bíla þýðir að bílaflotinn í Danmörku er ekki jafn vel búinn öryggisbúnaði og yngri bílar eru. Þá er meiri mengun frá eldri bílum en yngri.