Dauðaslys í umferðinni á Norðurlöndum

 http://www.fib.is/myndir/Umferd.jpg

Umferðarslysaþróunin í Noregi og á Íslandi var ekki jafn jákvæð og hjá Svíum sbr. næstu frétt hér á undan. Í Noregi létust 240 manns á síðasta ári í umferðarslysum. Það er fjölgun frá árinu 2005 en þá fórust 224. Á Íslandi fórust 30 manns í umferðarslysum en 19 árið á undan.  

Í Finnlandi fórust 320 manns í umferðinni árið 2006 en 379 árið 2005. Þróunin í Danmörku var sömuleiðis jákvæð. Þar fórust 310 en 331 árið 2005.