De Villiers sigraði

http://www.fib.is/myndir/GinieldeWilliers.jpg

Suður Afríkumaðurinn Giniel De Villiers á Volkswagen Race Touareg varð öruggur sigurvegari í Dakar rallinu. Hann sigraði í 14. og síðasta keppnisáfanganum og var að honum loknum með tæplega 36 mínútna forskoti á  næsta mann, Rússann Leonid Nowitskiy.
   
Lokaáfangi keppninnar var leiðin frá Cordoba til Buenos Aires, samtals 791 km. Þar af var 227 kílómetra sérleið með tímatökum. Leonid Nowitskiy á BMW varð annar í lokaáfanganum sem áður er sagt, og Krisztof Holowczyc á Nissan í því þriðja. Mark Miller félagi de Williers í Volkswagen liðinu varð sjötti í röðinni í markið.

En í samanlagðri keppninni er röðin þannig að de Williers er sigurvegari og er þetta í fyrsta sinn sem hann sigrar í Dakar rallinu. Annar er liðsfélagi hans Mark Miller og í þriðja sæti er Robby Gordon á Hummer.

Áfangasigur De Villiers á laugardag var sá fjórði í keppninni og að honum loknum var hann kominn með 9 mínútna forskot á liðsfélaga sinn, Miller. Hann var að vonum ánægður að lokinni keppni og sagðist í samtali við Eurosport sjónvarpsstöðina hafa verið mjög taugatrekktur á síðustu kílómetrunum að markinu en óskaplega glaður yfir því að hafa náð sigri í höfn.  Hann bar lof á stjórnendur Volkswagen liðsins sem hefðu stutt vel við keppendur sína í þau fimm ár sem liðin eru frá því Volkswagen hóf að taka þátt í Dakar rallinu.

Mark Miller var ánægður með annað sætið í keppninni. Volkswagen liðið hefði borið sigur úr býtum og það væri fyrir mestu, -Ég er ennþá ungur og á eftir að fá mörg tækifæri enn til að sigra í Dakar rallinu,- sagði Mark Miller.Úrslit urðu sem hér segir:

Bílar:
1   Giniel de Villiers (S.Afr) / Dirk Von Zitzewitz (Þý.)  VOLKSWAGEN  48:10:57  00:00:00
2   Marc Miller (USA) / Ralph Pitchford (S.Afr) VOLKSWAGEN              48:19:56  00:08:59
3   Robby Gordon (USA) / Andy Grider (USA)  HUMMER                       49:57:12  01:46:15
4   Ivar Erik Tollefsen (Nor.) / Quin Evans (Bretl.) NISSAN                     54:15:31  06:04:34
5   Krzysztof Holowczyc (Pól.) / Jean-Marc Fortin (Bel.) NISSAN          54:48:46  06:37:49


Mótorhjól
1   Marc Coma (Sp.) KTM                                                                      52:14:33  00:00:00
2   Cyril Despres (Fra.)  KTM                                                                53:40:11  01:25:38  
3   David Fretigne (Fra.)   YAMAHA                                                      53:53:29  01:38:56
4   David Casteu (Fra.)   KTM                                                                54:32:27  02:17:54
5   Filho Rodrigues (Port.)  KTM                                                           54:36:44  02:22:11 

Frekari upplýsingar um úrslit nýafstaðins Dakarralls er að finna hér: