Draga mun úr samdrættinum þegar líður á árið

Bílasala hér á landi var 34% minni í apríl miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Í apríl síðastliðnum seldust rúmlega tólf hundruð bílar samanborið við rétt rúmlega 1800 hundruð bíla í apríl í fyrra. Þess má geta að 3.922 bílar seldust fyrstu fjóra mánuði ársins þessa árs samanborið við 6.427 bíla sömu mánuði í fyrra.

Sala á rafbílum og tengiltvinnbílum eykst en hún nam alls 16% af heildarbílasölunni í apríl. Í mars nam hún 13% af heildarbílasölunni.

Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílagreinasambandsins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag telja nokkuð ljóst að það muni draga úr samdrættinum þegar líður á árið vegna þess að seinni hluta árs í fyrra var minni sala heldur en á fyrriparti ársins og við búumst við því að nokkuð margir hafa verið að bíða eftir kjarasamningum. Það leysir ákveðna óvissu. Kaupmáttur er góður og vextir voru lækkaðir í dag [gær]. Það er sífellt meira í boði af bílum sem eru tengiltvinn- eða rafbílar. Margir eru að bíða eftir því líka. Þannig að almennt verður þetta hófsamt ár í bílasölu en samt verður ágætis markaður.

Hann segir ennfremurr klárlega áhugi fyrir bílakaupum og bendir á að notaði markaðurinn sé um 70 til 80% af heildarmarkaði bíla. Samdráttinn undanfarin misseri má einnig að rekja til þess að bílaleigurnar hafa ekki verið að endurnýja flota sinn jafn ört og áður.