Dýrara að laumast til að aka bíl á litaðri olíu

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa2.jpg

Í nýjum lögum um olíugjald sem alþingi samþykkti á síðasta haustþingi eru ákvæði um stórhækkaðar sektir fyrir að taka litaða gjaldfrjálsa dísilolíu á bíla.

Sektir fyrir slíkt voru einungis sem svaraði til verðs á fimm tankfyllingum olíu með olíugjaldi en það gæti numið c.a. 30 þúsundum króna miðað við meðalstóran fólksbíl. En fyrir jól voru samþykkt á Alþingi ný lög um olíugjald og kílómetragjald og á grunni þeirra hefur ríkisskattstjóri nú sent frá sér orðsendingu til að kynna sérstaklega verulegar hækkanir viðurlaga við brotum á lögunum.

Sektir fyrir að taka litaða olíu á bíla verða framvegis 200 þúsund krónur fyrir venjulegan bíl upp að 3,5 tonnum að heildarþyngd. Sektirnar fara síðan stighækkandi í takti við þyngd og geta orðið allt að 1,25 milljónum króna