Dýrast að gera við bilaðan Porsche

Breskt tryggingafélag; Warranty Direct sem m.a. selur viðhaldstryggingar fyrir bíla hefur reiknað út meðal viðhaldskostnað á 3ja til 6 ára notuðum bílum (bílum sem dottnir eru úr framleiðsluábyrgð) og hversu áreiðanlegir þeir eru. Útreikningarnir ná til bíla af 30 tegundum og samtals 250 gerðum.

Í ljós kemur að Porsche er sú tegund sem er hvað dýrust í viðhaldi en Skoda sú ódýrasta.

Rannsókn tryggingfélagsins er byggð á gögnum um rúmlega 150.000 bíla. Hún sýnir að um það bil þriðji hver bíll bilar, oft alvarlega, á fjórða notkunarárinu, einmitt þegar þriggja ára ábyrgðin er ný útrunnin. Hægt er að skoða könnunina hér og kalla fram upplýsingar um einstakar tegundir og gerðir bíla og gera sér þannig nokkuð glögga grein fyrir veiku punktunum og hvers er að vænta á fyrsta árinu eftir að verksmiðjuábyrgðin er útrunnin.

Eins og vænta mátti koma japanskir bílar ágætlega út í þessari tölfræði. Suzuki er sú tegund sem minnstra bilana er að vænta frá á fjórða árinu. Næstir koma Honda, Mazda, Toyota, Skoda, Smart, Citroen, Hyundai, Nissan og Ford.

Þær tegundir sem líklegastar eru til að bila á fjórða árinu eru eru svo Jeep sem er verstur, þá Porsche, LandRover, Alfa Romeo, Chrysler, Jaguar, Audi, MG, Mercedes Benz og Saab.

Þær bílategundir sem ódýrast er að halda í gangi eru Skoda, Suzuki, Citroën, Renault, Peugeot, Ford, Seat, Hyundai, Vauxhall og Volkswagen. Að meðaltali kostar verkstæðisheimsóknin Skodaeigandann 215,94 pund. Verkstæðisheimsóknin fer ekki yfir 300 pund hjá neinni þessara 10 tegunda.

Til samanburðar þá kostar verkstæðisheimsóknin með Porsche að meðaltali 793,05 pund. Næst dýrastur í þessu tilliti er tegundin Jeep sem þó kemst ekki með tærnar þar sem hælarnir á Porsche eru, eða „aðeins“ í 541 pund. Aðrar tegundir í þessum flokki bíla eru svo Jaguar, Subaru, Mitsubishi, Chrysler, Mercedes, Land Rover, Audi og Alfa Romeo.

10 minnst bilanagjörnu bílarnir

0 minnst bilanagjörnu bílarnir og 10 þeir bilanagjörnustu þar fyrir neðan.

1 SUZUKI 31.13
2 HONDA 33.17
3 MAZDA 53.5
4 TOYOTA 56.22
5 SKODA 58.87
6 SMART 66.47 CITROEN 66.61
8 HYUNDAI 66.97