Dýrast að taka bílaleigubíl á Íslandi

Það er dýrast að taka bílaleigubíl á Íslandi en þar á eftir koma Sviss, Ausurríki og Írland. Í júlí 2021 var 40 prósent dýrara að að taka sér bílaleigubíl en árið áður í Bandaríkjunum, og ekki langt á eftir kom   Evrópu. Verð fyrir sumarið 2022 stefnir í að verða enn hærra. Þetta kemur fram í tölum sem breskt ferðamálatímarit tók saman.

Bílaframleiðendur unnu lengi vel með bílaleigufyrirtækjum og buðu bíla á afslætti. Þetta endurspeglaðist í því verði sem viðskiptavinir myndu greiða. Því miður þýddu ferðatakmarkanir í Covid-faraldrinum að eftirspurn eftir bílum minnkaði sem leiddi til þess að fyrirtækin minnkuðu bílaflota sinn, jafnvel seldu bíla bara til að afla tekna. Þetta leiddi síðan til þess að eftirspurn eftir bílum  minnkaði þar sem nýir bílar voru ekki framleiddir í sama mæli.

Nú eru þessi viðskipti smám saman að komast í eðlilegt horf. Hins vegar geta framleiðendur ekki framleitt nógu marga bíla til að mæta þörfum þeirra, afslættirnir hafa horfið, sem þýðir að viðskiptavinir borga meira eins og kemur fram í könnunni.

Ísland er dýrasta landið til að fara í ferðalag þar sem kostnaður við bílaleigu er allt að 1.041 pund á viku með fullum bensíntanki. Á eftir Íslandi kom vinsæl ferðamannalönd á borð við Nýja Sjáland, þar sem það kostar um 1.000 pund á viku að leigja bíl. Í Argentínu, Jamaíka og Ísrael er kostnaður á bilinu 574 punda upp í 805 pund á viku fyrir leigu- og eldsneytiskostnað.

Ásamt Íslandi komust nokkur önnur Evrópulönd á topp 10 áfangastaði þar sem mest kostaði að leigja bíl, þar á meðal Sviss, Austurríki og Írland, þar sem það kostar að leigja bíl allt frá 490 pundum á viku. Reyndar voru Evrópulönd yfirgnæfandi í efstu 20 dýrustu löndunum til að leigja bíl í.

Í 16. sæti voru Bandaríkin, þar sem það kostar 455 pund á viku að leigja bíl. Innan við helmingi minna en bílaleigur á Nýja Sjálandi eða Íslandi. Á vinsælum ferðamannastöðum eins og á Möltu, Grikklandi og Ítalíu kostar á milli 421 og 455 pund að fá leigt ökutæki.

Taíland er ódýrasta landið til að leigja sér ökutæki. Vikugjaldið með fullum eldsneytiskostnaði er um 120 pund. Á eftir kemur Aserbaídsjan, með kostnað upp á 157 pund og Líbanon er í þriðja sæti þar sem vikan kostar 184 pund. Í könnunni kemur ekki fram launamunur í löndunum né annar kostnaður sem tilfellur.