Dýru tjónunum fækkar en samt hækka iðgjöldin

Tryggingafélögin hafa nýlega vakið athygli á því að stærsti hluti allra bóta vegna umferðaróhappa sé vegna örorku undir 15%.

Nú er það svo að slösuðum í umferðinni fækkaði um 23% frá 2015 til 2020. Um 85% slasaðra eru lítið slasaðir samkvæmt skráningu Samgöngustofu. Bætur vegna örorku undir 15% hafa því lækkað í sama hlutfalli.

Tryggingafélögunum hefðu því átt að lækka iðgjöld til samræmis. En eins og fram kemur í útttekt FÍB blaðsins hafa þau hækkað iðgjöldin um 38% frá 2015 til dagsins í dag.

Hækkunin er jöfn og stöðug allan tímann og dalaði ekki um eina krónu þegar umferðartjónum fór að fækka fyrir alvöru 2017-2018.