Eðlilegast að bera lækkun umferðarhraða undir í kosningum svo fólk hefði val

Í vikulegu fréttabréfi borgarstjórans í Reykjavík kemur fram að lækkun hraða innan borgarmarkanna geti skapað allt að 40% samdrátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km. Fram kemur í fréttabréfi borgarstjórans að þetta séu mikilvægar upplýsingar og eiga að leggja grunn að frekari hraðalækkunum innan borgarinnar eins og aðrar borgir sem við berum okkur saman við eru að gera.

Borgarstjóri vitnar m.a. í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, um áhrif hraða á mengun vegna umferðar, sem kynnt var í síðustu viku. Í rannsókn Þrastar kemur fram að lækkun hámarkshraða yfir leyfilegt nagladekkjatímabil í Reykjavík, 1. nóvember til 15. apríl, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks og um leið sliti gatna.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gerir alvarlegar athugasemdir við þessar einhliða hugmyndir um hraðalækkun í borgarlandinu í viðtali á mbl.is fyrr í dag.  Hann telur að það vanti inn í þessar hugmyndir borgarstjóra hvaða áhrif þetta hefði á daglegt líf borg­ara.  Það þarf að rannska áhrif á kostnað við aðföng fyrirtækja og þar með vöruverð. Aukinn tími fer í skutl með börn á leikskóla, í íþróttir eða listiðkunar. Aukinn tími fer í ferðir til og frá vinnu og við að sækja þjónustu.  Samverustundir fjölskyldna skerðast og aðdrættir verðar erfiðari ef það á að draga all­an um­ferðar­hraða í borg­inni niður í 30 kíló­metra á klukku­stund.

Í samtalinu við mbl.is segir Runólfur ennfremur að þrífa þurfi göt­ur borg­ar­inn­ar mikið bet­ur og sparað hafi verið í götuþrif­um þrátt fyr­ir mild­an vet­ur. 

„Frá­gang­ur vinnusvæða í borg­ar­land­inu er til há­bor­inn­ar skamm­ar miðað við fram­kvæmd­ir í miðju borg­ar­um­hverfi. Þar er mik­ill mal­ar­burður sem berst upp á göt­ur í borg­ar­land­inu,“ seg­ir Run­ólf­ur. 

Hann seg­ir hvorki áhuga né vilja til staðar hjá borg­inni til að grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana eins og gert er í ná­granna­lönd­um okk­ar þar sem dregið er úr svifryki sem mynd­ar eins kon­ar set­lög á göt­um borg­ar­inn­ar. 

„Auðvitað þyrla sér­stak­lega stóru bíl­arn­ir þessu ryki upp. Það sest síðan bara aft­ur á göt­urn­ar og svo tek­ur bara næsti bíll við,“ segir Runólfur

Hann seg­ir hug­mynd­irn­ar sem nú eru viðraðar um lækk­un um­ferðar­hraða vera óraun­sæja róm­an­tík. ,,Enda hef­ur þetta aldrei verið borið und­ir borg­ar­ana. Það væri eðli­legt að bera þetta und­ir kosn­ing­ar svo fólk hefði val.“

Hraði og mengun

Skýrslu Þrastar þorsteinssonar prófessors um áhrif hraða á mengun vegna umferðar kemur fram að fyrir bíl á ónegldum dekkjum er samdrátturinn í magni svifryks (PM10) við að draga úr hraða úr 90 í 70 km/klst, 70 í 50 km/klst og 50 í 30 km/klst 22%, 24% og 27%. Fyrir bíl á nagladekkjum er samdrátturinn 31%, 37% og 47%, fyrir sambærileg stökk úr 90 km/klst í 30 km/klst. Því mætti búast við um 40% samdrætti í magni svifryks ef helmingur bílaflotans er á nagladekkjum og hraðinn færður úr 50 í 30 km/klst.

Útblástur, bremsuslit og vegslit vegna ónegldra dekkja er á bilinu 5 – 10 mg/km/veh af svifryki (PM10) við 50 km/klst, en nagladekk slíta vegum 20-30 falt hraðar en ónegld dekk, því yfirgnæfa nagladekk framleiðslu svifryks vegna umferðar.

Með því að reikna tilurð svifryks fyrir nýlegan bíl er hægt að sjá hlutfallslegt mikilvægi þeirra ferla sem þar leggja til. Ef á ónegldum dekkjum þá er útblástur (7%) og slit á bremsum (33%), dekkjum (21%) og vegum (39%). Fyrir bíl á nagladekkjum er mikill meirihluti svifryksframleiðslunnar vegna vegslits (92%).

 Skýrsluna má nálgast hér.