Efna til mótmæla vegna slyss sem verða þögul og sterk

Bif­hjóla­sam­tök lýðveld­is­ins, Snigl­ar, hafa boðað til mót­mæla við hús­næði Vega­gerðar­inn­ar í Borg­ar­túni í kjöl­far um­ferðarslyss á Kjal­ar­nes­vegi í gær þar sem tveir lét­ust. Ökumaður og farþegi voru á bif­hjól­inu. Ökumaður annars vélhjóls lenti utan vegar og slasaðist nokkuð

Mót­mæl­in, sem hefjast klukk­an 13 á morg­un, þriðjudag, verða þögul en sterk, að því er seg­ir á facebook-síðu bifhjólasamtakanna. Þar verður þess kraf­ist að Vega­gerðin geri úr­bæt­ur á þeim veg­köfl­um sem skapað hafa mikla hættu víðsveg­ar um landið.

Lög­regl­an og rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa rann­saka til­drög slyss­ins, en ekki er grun­ur um ógæti­leg­an akst­ur eða hraðakst­ur í aðdrag­anda þess.

Aðstæður á veg­in­um voru erfiðar og lýsti yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu því svo í samtali við mbl.is að malbikið hefði verið ,,nánast eins og skautasvell“ en nýtt slitlag var á veginum.