Eigendur Citroën og Renault greindastir

The image “http://www.fib.is/myndir/Citroenbraggi.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/Austin-1932.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Bílar þeirra gáfuðustu - og ógáfuðustu í Danmörku.
Eitt sinn var spurt; segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert. Nú hefur dönsk sjónvarpsstöð spurt; segðu mér hvaða bíl þú ekur og ég skal segja þér hversu greindur þú ert. Og með öllum hugsanlegum fyrirvörum er svarið fengið hvað varðar Dani í það minnsta – að eigendur Citroën og Renault eru greindastir. Þá er það líka í ljós leitt hvaða bíla þeir síst greindu kjósa. – eða þannig. Frá þessu er sagt á heimasíðu hins danska systurklúbbs okkar, FDM.
Eftir að búið var að spyrja þátttakendur í þessu greindarprófi sjónvarpsstöðvarvinnar TV2 hverskonar bíl þeir ækju á var byrjað á sjálfu greindarprófinu. Í ljós kom að eigendur  Citroën og Renault bíla stóðu sig best. Í ljós kom líka að bíleigendur almennt stóðu sig betur en þeir sem ekki eiga bíla.
Meðalgreindarvísitala Dana út úr þessu prófi reyndist vera 105. Undir þessu meðaltali reyndust eigendur Mercedes-Benz, Seat, Suzuki og BMW lenda. Þá kemur í ljós þegar gluggað er í niðurstöðurnar að þeir örfáu eigendur Austin bíla stóðu sig illa og fengu heldur lága greindareinkunn.
Af öðrum niðurstöðum þessa sjónvarpsgreindarprófs má nefna að karlar stóðu sig heldur skár en konur. Meðal greindarvísitala þeirra reyndist 109 en kvenna 101. Meðalgreindarvísitala rauðhærðra kvenna reyndist vera 103 en ljóshærðra 105. Sköllóttir karlar reyndust greindastir með vísitöluna 107. Svo kom í ljós að fólk sem fengið hefur stöðusektir er mun greindara en það sem ekki hefur fengið stöðusektir. Hinir sektuðu hafa greindarvísitöluna 109 en hinir 103.
Þar höfum við það!
Ef meðalgreind fólks samkvæmt þessu prófi er raðað niður á bílategundir lítur listinn svona út:
Citroën 111
Renault 111
Saab 110
Ford 108
Peugeot 108
Skoda 108
Alfa Romeo 107
Audi 107
Mazda 107
Toyota 107
Volvo 107
VW 107
Fiat 106
Opel 106
Meðaltal 105
Honda 105
Hyundai 105
Mitsubishi 105
Nissan 105
Mercedes-Benz 104
Seat 104
Suzuki 104
Aðrar tegundir 103
BMW 102
Enginn bíll 102
Austin 98