Eigendur Nissan Phatfinder láti skoða bíla sína

Eins og komið hefur fram barst Neytendastofu á dögunum tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar.

Innköllunin felst í því að skoðuð og mæld er grind bifreiðanna, þ.e. hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni.

Sama vandamál hefur komið upp í Nissan Phatfinder og hefur ryð í grind verið það mikið að bílarnir hafa ekki fengið skoðun. Engin innköllun hefur komið fram á Nissan Phatfinder bílana. Rétt er samt að benda eigendum þessara bifreiða á að fara með þá í skoðun hjá BL vegna þess að ef bíllinn er meira en 12 ára gamall er enga úrlausn að fá.