Eigulegustu bílarnir í USA

Neytendatímaritið Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið út árlegan lista sinn yfir þá bíla sem eigulegastir eru fyrir almenning. Að baki þessum lista eru margskonar prófanir og rannsóknir á áreiðanleika bílanna og endingu, bilanatíðni, viðgerðakostnaði og hversu vel þeir halda verðgildi sínu.

Sjálfsagt þarf það ekki að koma á óvart að japanskir bílar eru mjög áberandi ofantil á þessum lista og efst trónir Toyota Prius. Bandarískir bílar hafna neðarlega á listanum að undanteknum Cadillac CTS sem er efstur í flokki lúxusfólksbíla. Eini evrópski bíllinn sem skipar efsta sætið í sínum stærðarflokki er Mini Cooper.

Toyota Prius er sem fyrr er sagt sigurvegarinn yfir heildina. En sá bíll sem telst vera dýrastur að eiga og reka er BMW 750Li.

Honda Fit (Honda Jazz í Evrópu) hefur undanfarin fjögur ár verið í efsta sætinu sem hagkvæmustu bílakaup Bandaríkjanna, en verður nú að gefa sætið eftir fyrir Toyota Prius, sem er verulega dýrari bíll en Hondan. Tímaritið tekur það fram að fremur hátt kaupverð þurfi alls ekki að þýða að nokkurra ára eignarhald og rekstur bílsins reynist óhagkvæmur. Á sama hátt þýði lágt kaupverð ekki endilega það að fólk sé að fá mikið fyrir lítið. Ekki sé bein fylgni milli lágs verðs og hagkvæmni

Bílar frá Toyota eru mjög áberandi í þesssari samantekt tímaritsins, eða samtals 15 bílar séu undirmerkin Lexus og Scion talin með. Einungis einn þessara bíla lendir undir meðaltali. Það er Lexus GS 350.

Bestu og sístu bílakaupin í hverjum flokki:

Litlir hlaðbakar:

Bestur: Toyota Prius Four

Sístur: Ford Focus SE

Litlir stallbakar

Bestur: Toyota Corolla LE

Sístur: Nissan Versa SV

Meðalstórir stallbakar:

Toyota Camry Hybrid XLE

Sístur: Chrysler 200 Limited (V6)

Stórir stallbakar

Bestur: Acura TSX (I4)

Sístur: Dodge Charger SXT Plus (V6)

Lúxusbílar

Bestur: Cadillac CTS

Sístur: BMW 750Li

Blæjubílar/sportbílar

Bestur: Mini Cooper

Sístur: Volvo C70 (T5)

Fjölnotabílar

Bestur: Toyota Prius V Three

Sístur: Chrysler Town and Country Touring-L

Litlir jeppar/jepplingar

Bestur: Honda CR-V EX

Sístur: Mini Countryman

Meðalstórir jeppar/jepplingar

Bestur: Toyota Highlander Limited (V6)

Sístur: Jeep Wrangler Unlimited Sahara

Stórir lúxusjeppar

Bestur: Lexus RX 350

Sístur: Nissan Armada