Ein beygjan á Nürburgring nefnd eftir Michael Schumacher

http://www.fib.is/myndir/Schumi.jpg
Michael Schumacher.

Þegar Formúla 1 keppnislotan í Þýskalandi verður háð á Nürburgring 19.-22. júlí í sumar mun fara fram athöfn þar sem ein beygjan á keppnisbrautinni verður nefnd í höfuðið á mesta Formúlukappa sögunnar og sjöföldum sigurvegara; Michael Schumacher.

Um er að ræða þann hluta brautarinnar sem hingað til hefur verið kallaður Audi S- beygjan. Kaflinn er á þeim hluta brautarinnar sem fjærst er rásmarkinu. Þar er svonefnd Dunlop beygja en skammt eftir henni kemur vinstri beygja og strax á eftir henni hægri beygja sem kallast Shell-beygjan. Það er vinstri beygjan sem brátt fær nafn Schumachers.