Einstakur Pontiac seldur á rúmar 35 milljónir

 

Sumir bílaáhugamenn vilja bílinn svartan - sumir rauðan. En kaupandi á uppboði í Michigan í Bandaríkjunum fékk á laugardaginn svo sannarlega einstakan lit - gegnsæjan.

Þessi einstaki bíll er af gerðinni Pontiac Deluxe Six ,,Ghost Car" árgerð 1939 en hann kom fyrst fram á heimssýningunni í New York 1939/40 og fór síðar á Smithsonian safnið í Washington. Upphaflega var hann byggður fyrir $ 25.000 en var seldur á laugardaginn fyrir $ 300.000 ( rúmar 35 milljónir IS kr.). Bíllinn er fyrsti plexiglerbíllinn sem byggður var í Bandaríkjunum. Annar bíll var byggður árið eftir, en ekki er vitað hvar hann er niður kominn.

"Þetta er eina eintakið sem vitað er að sé til," sagði Alain Squindo, bílasérfræðingur RM Uppboðshaldaranum sem hélt uppboðið á  ,,Ghost Car" í Plymouth, Michigan.

Bíllinn hefur ,,túrað” vítt og breitt um Bandaríkin sem sýningarbíll en lengst af hefur hann verið í Smithsonian í Washington, Bíllinn er keyrður minna en 100 mílur.   Hann hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1980. "Fjölskyldan var frekar sorgmædd að sjá ástkæra bílinn sinn fara," sagði Squindo en nafn kaupandans er haldið leyndu.

Plexiglerið var samstarf á milli GM og hins virta efnafyrirtækis Rohm & Haas, Bíllinn er eins nálagt uppruna sínum eins og hægt er en burðarvirkið var kopar þvegið sem og allur vélbúnaður, þ.mt var mælaborð krómað.

Pontiac 1939-6

Pontiac 1939

Pontiac 1939-2

Pontiac 1939-5

Pontiac 1939-3

Pontiac 1939-4