Ekkert bólar á viðbrögðum stjórnvalda – Írar og Svíar gripið til aðgerða

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði gríðalega í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Lítrínn á bensíni hér á landi fór yfir 300 krónur. Þetta var verðsveifla sem ekki hafi sést í Evrópu í manna minnum og er nú þegar  farin að hafa áhrif á rekstur heimilanna, fyrirtækja, alla aðdrætti, flutninga og flug.

Verð á lítra af bensíni hefur hækkað um tæpar 35 krónur frá áramótum og um 20 krónur frá því að Rússar lýstu yfir sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu þann 21. febrúar. Heimsmarkaðsverð lækkaði lítillega síðustu daga sem rekja má til minni eftirspurnar í Kína. Engu að síður hefur verðið ekki verið hærra í 14 ár.

Þrýstingur er á íslensk stjórnvöld að þau komi með inngrip og lækki tímabundið skatta á eldsneyti. Það hefur verið gert áður, svo það er fordæmi fyrir því. Þá er meginmarkmiðið að reyna að draga úr verðhækkunum innanlands.

Írsk stjórnvöld gripu til ráðs á dögunum að lækka tímabundið skatta á eldsneyti og nú hafa stjórnvöld í Svíþjóð farið að foræmi Íra og lækkað skatta á eldsneyti. Þá hafa stjórnvöld á Nýja Sjálandi ákveðið að lækkað skatta á eldsneyti til að draga úr áhrifum hækkandi eldsneytisverðs á almenning í landinu. Stjórnvöld í fleiri löndum íhuga að grípa til sömu aðgerða.

FÍB sendi áskorun til stjórnvalda í síðustu viku þar sem kallað er eftir að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot og lágmarka skaðleg áhrif á þjóðlífið. Enn sem komið er bólar ekkert á viðbrögðum íslenskra stjórnvalda í þessum efnum.

Staðreynd málsins er að bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð. Þrýstingur er á íslensk stjórnvöld að þau komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Fordæmi séu fyrir slíku eins og áður hefur komið fram.