Ekkert verður af samruna Fiat Chrysler og Renault

Nú er orðið ljóst að ekkert verður af samruna Fiat Chrysler og Renault. Umræður um sameiningu hafa verið í gangi um nokkra hríð en í morgun ákvað Fiat Chrysler að slíta viðræðum. Ótryggt stjórnmálaástand í Frakklandi er talin aðal ástæðan fyrir því að ekkert verði af samrunanum. Í kölfarið féllu hlutabréf í Renault um 7%.

Fyrir um tveimur vikum bárust fréttir að því að bandaríski-ítalski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler legði til sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Um var að ræða risasameiningu ef óformin hefðu gengið eftir en sameinuð hefði þetta orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Þegar fréttir bárust af þessum óformum hækkuðu hlutabréf í Fiat Chrysler upp úr öllu valdi.