Eldsneytishækkun dregin til baka

The image “http://www.fib.is/myndir/Samrad.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Olíufélagið Esso lækkaði verðið á bensíni og dísilolíu í dag um sömu krónutölu og félagið hækkaði liðinn mánudag.  Hin stóru olíufélögin Olís og Shell hækkuðu einnig í kjölfar Esso.  Sjálfsafgreiðsludeildir Esso og Olís,  Ego og ÓB hækkuðu einnig en sjálfsafgreiðslufyrirtæki Shell, Orkan var ekki búið að hækka - vafalítið vegna þess að Atlantsolía breytti ekki sínum verðum.  Svo virðist sem gömlu samráðsfyrirtækin hiksti á því að keppa á markaði en Atlantsolía veitir þeim aðhald, neytendum til góða.
FÍB hefur að undanförnu vakið athygli á hækkandi bensínálagningu.  Í frétt hér fyrir neðan var hækkunin á mánudaginn harðlega gagnrýnd. Verðlækkun Esso er staðfesting á rökstuddri gagnrýni félagsins.