Eldsneytisverð hækkar

Öll olíufélögin nema Atlantsolía og Orkan hafa hækkað bensínlítrann um 2 krónur og dísilolíuna um 3 krónur á lítra.  Eftir þessar verðbreytingar er algengasta verðið á bensínlítra 245.30 krónur og 247,10 fyrir dísillítrann. 

Heimsmarkaðsverð á olíu er heldur hærra það sem af er júlí samanborið við markaðsverðið í júní.

Þegar þessi frétt er skrifuð um kl. 10:10 þá er enn mögulegt að kaupa eldsneyti á betra verði hjá Orkunni og Atlantsolíu.