Eldsneytisverðið lækkar

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa2.jpg

Gengi íslensku krónunnar var fryst í morgun og í kjölfarið hefur eldsneytisverðið verið lækkað.  Hjá Atlantsolíu, Skeljungi og N1 lækkaði bensínlítrinn um 11 krónur og dísilolíulítrinn um 13 krónur. Algengt verð bensínlítrans er nú kr. 166,70 og dísilolían kostar kr. 186,60.

Olís var síðast til að lækka eldsneytisverðið á stöðvum sínum. Samkvæmt heimasíðu félagsins nú kl. 12.20 var útsöluverð orðið hið sama og hjá hinum félögunum þremur.