Eldsneytisverðlækkun í morgun

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa-fram.jpg

Bifreiðaeldsneyti lækkaði hjá öllum íslensku olíufélögunum í morgun. Skeljungur reið á vaðið ásamt  sjálfsafgreiðslufélagi sínu, Orkunni, og lækkuðu félögin bensínið um tvær krónur og dísilolíuna um þrjár krónur. Síðar í morgun fóru önnur olíufélög að dæmi Skeljungs og Orkunnar.

FIB fylgist daglega með eldsneytisverði á heimsmarkaði og uppreiknar það miðað við gengi krónu gagnvart dollar og við vísitölu. Jafnframt er fylgst náið með álagningu olíufélaganna og þrátt fyrir lækkunina í morgun er hún en mjög há og með því hæsta nokkursstaðar í hinum vestræna heimi. Miðað við lækkun olíuverðs á heimsmarkaði að undanförnu má fullyrða að eðlilega hefði verið að sjá allt að helmingi meiri lækkun en þá sem varð í morgun, ekki síst á dísilolíunni.

Hjá Skeljungi, N1 og Olís, kostar bensínlítrinn nú kr. 147,50 og dísilolían kr. 176,60. Hjá Atlantsolíu, ÓB og EGO kostar bensínið yfirleitt kr. 144,20 og dísilolían 170,90. Hjá Orkunni kostar bensínið yfirleitt kr. 144,10 dísilolian 170,80.

Runólfur Ólafsson framvkæmdastjórii FÍB sagði í samtali við hádegisfréttir Ríkisútvarps að olíufélögin hafi verið að bæta í álagningu á bensíni síðustu vikurnar. Það geti ekki talist til eftirbreytni í því efnahagslega árferði sem nú ríkir. Þrátt fyrir lágt gengi krónunnar hafi heimsmarkaðsverð á dísilolíu samt lækkað um 5 krónur í gær miðað við meðalverð síðustu viku. Lækkunin á dísilolíulítranum í morgun sé því í raun aðeins helmingur af því án virðisaukaskatts.